Ellefu smit innanlands

Sýnataka á Englandi.
Sýnataka á Englandi. AFP

Innlands greindust ellefu með kórónuveirusmit í gær. Í einangrun vegna veirunnar eru nú 126. Fjöldi fólks í sóttkví tekur mikið stökk á milli daga. Nú eru 279 í sóttkví en voru 152 í gær. Í skimunarsóttkví eru 2735 en voru 2532 í gær. Aftur á móti fækkaði um einn í einangrun á milli daga.

Alls eru 20 á sjúkrahúsi sem hafa fengið Covid-19 en enginn þeirra er með virkt smit. Enginn er á gjörgæslu vegna Covid-19. 

Á landamærunum voru tveir með staðfest smit í seinni sýnatöku en átta bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Daginn áður voru 13 með staðfest smit en tveir með mótefni. Þrír bíða enn niðurstöðu mótefnamælingar. En eins og mbl.is greindi frá í gær voru staðfest 12 smit á landamærunum en nú hefur komið í ljós að einn bættist við eftir mótefnamælingu. 

Tíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í einkennasýnatöku en einn í sóttkvíarsýnatöku. Sjö voru í sóttkví eða 63,64% en fjórir voru utan sóttkvíar við greiningu. Tæplega 700 sýni voru tekin innanlands og tæplega 500 á landamærunum. 

Norðurland vestra er nú eina svæðið þar sem hvorki er smit eða einhver í sóttkví því á Austurlandi eru þrír í sóttkví. Á Norðurlandi eystra var greint frá tveimur smitum og er það í báðum tilvikum fólk sem var að koma til landsins. Þar eru nú 3 í sóttkví en voru 2 í gær og tengdust þeir báðir landamærunum. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru 95 í einangrun en 133 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 15 í einangrun og 26 í sóttkví. Á Suðurlandi eru sjö í einangrun og 104 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru þrjú smit en enginn í sóttkví. Á Vesturlandi eru þrjú smit og þrír í sóttkví. Einn er óstaðfestur í hús með Covid-19 og 7 í sóttkví.

Eitt barn yngri en sex ára er með Covid-19 og tvö börn 6-12 ára. Á aldrinum 13-17 eru 5 smit. 18-29 ára eru 46 smit og 31 á aldrinum 30-39 ára. Á fimmtugsaldri eru 18 með Covid-19 og á sextugsaldri eru 16 með smit. Fimm eru með Covid-19 á sjötugsaldri og tveir á áttræðisaldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert