Í dag eru 48 íbúðir í smíðum í Vestmannaeyjum og alls hafa 68 nýjar íbúðir verið teknar í notkun þar síðustu fimm árin. Auk þess er búið að úthluta lóðum fyrir 15 til 20 íbúðir sem munu rísa á næstu misserum og árum. Allt selst jafnóðum og ber vott um sterka stöðu Vestmannaeyja.
Auk þessa fjárfesta sjávarútvegsfyrirtækin grimmt þannig að mikið hefur verið að gera hjá iðnaðarmönnum undanfarin ár. Atvinnuástand er yfirleitt gott nema í ferðaþjónustu sem þó hefur sloppið nokkuð vel miðað við mörg sveitarfélög. Miðað við almennt atvinnuleysi voru 129 á skrá í Vestmannaeyjum í nóvember sl. eða 5,3% fólks á vinnumarkaði. Er það með því lægsta á landinu en landsmeðaltal var 10,2% og á Suðurlandi 9,3%. Þótt atvinnuleysi sé lítið á landsvísu telst það mikið í Vestmannaeyjum þar sem meðalatvinnuleysi er 2,5% frá aldamótum.
Fréttaritari og ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum tóku stöðuna á nokkrum aðilum sem koma að uppbyggingunni um þessar mundir.
Sjá umfjöllun um umfangsmikla byggingastarfsemi í Vestmannaeyjum í heild í Morgunblaðinu í dag.