Eyjamenn byggja og byggja

Bogi Rúnarsson, Óðinn Sæbjörnsson, Jóhann Sveinn Sveinsson, Sveinn Sveinsson ogGunnar …
Bogi Rúnarsson, Óðinn Sæbjörnsson, Jóhann Sveinn Sveinsson, Sveinn Sveinsson ogGunnar Guðjónsson, starfsmenn Steina og Olla, sem er að reisa fjölbýlishús í gamla Ísfélagshúsinu. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Í dag eru 48 íbúðir í smíðum í Vest­manna­eyj­um og alls hafa 68 nýj­ar íbúðir verið tekn­ar í notk­un þar síðustu fimm árin. Auk þess er búið að út­hluta lóðum fyr­ir 15 til 20 íbúðir sem munu rísa á næstu miss­er­um og árum. Allt selst jafnóðum og ber vott um sterka stöðu Vest­manna­eyja.

Auk þessa fjár­festa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in grimmt þannig að mikið hef­ur verið að gera hjá iðnaðarmönn­um und­an­far­in ár. At­vinnu­ástand er yf­ir­leitt gott nema í ferðaþjón­ustu sem þó hef­ur sloppið nokkuð vel miðað við mörg sveit­ar­fé­lög. Miðað við al­mennt at­vinnu­leysi voru 129 á skrá í Vest­manna­eyj­um í nóv­em­ber sl. eða 5,3% fólks á vinnu­markaði. Er það með því lægsta á land­inu en landsmeðaltal var 10,2% og á Suður­landi 9,3%. Þótt at­vinnu­leysi sé lítið á landsvísu telst það mikið í Vest­manna­eyj­um þar sem meðal­at­vinnu­leysi er 2,5% frá alda­mót­um.

Frétta­rit­ari og ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins í Eyj­um tóku stöðuna á nokkr­um aðilum sem koma að upp­bygg­ing­unni um þess­ar mund­ir.

Ný slökkvistöð og níu íbúða kjarni fyr­ir fatlaða

Vest­manna­eyja­bær stend­ur í um­tals­verðum fram­kvæmd­um á tvenn­um víg­stöðvum. Ann­ars veg­ar er það ný 600 fer­metra slökkvistöð sem er viðbygg­ing við Þjón­ustumiðstöð bæj­ar­ins við Heiðar­veg. Hins veg­ar þjón­ustu­íbúðir fyr­ir fatlaða við Strand­veg sem eru hluti íbúða- og þjón­ustukjarna sem rís á grunni skrif­stofu Ísfé­lags­ins sem reis um miðja síðustu öld og hef­ur sett svip á Strand­veg­inn í Eyj­um.

Sjá um­fjöll­un um um­fangs­mikla bygg­inga­starf­semi í Vest­manna­eyj­um í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert