Verjandi mulla Krekar í Mehamn-málið

Brynjar Meling ásamt skjólstæðingi sínum, Najmuddin Faraj Ahmad, öðru nafni …
Brynjar Meling ásamt skjólstæðingi sínum, Najmuddin Faraj Ahmad, öðru nafni mulla Krekar, við ein margra réttarhalda yfir Krekar í Noregi árabilið 2003 til 2020 þegar hann var loksins framseldur til Ítalíu. AFP

Norski lögmaður­inn Brynj­ar Mel­ing, sem hvað þekkt­ast­ur er fyr­ir að ann­ast málsvörn Najmudd­in Faraj Ahmad, öðru nafni mulla Krek­ar, eins af leiðtog­um kúr­dísku hryðju­verka­sam­tak­anna Ans­ar al-Islam, í máli sem gekk meira og minna í 17 ár í Nor­egi, mun verða verj­and­an­um Bjørn Gulstad til fullting­is þegar Mehamn-málið kem­ur fyr­ir Lög­manns­rétt Háloga­lands í Tromsø 22. fe­brú­ar.

Gulstad starfar á lög­manns­stofu Mel­ing í Ósló og telja þeir sam­starfs­menn­irn­ir 13 ára dóm­inn yfir Gunn­ari Jó­hanni Gunn­ars­syni, sem féll að morgni 20. októ­ber, rang­an miðað við mála­vexti, kring­um­stæður og meint­an ásetn­ing Gunn­ars Jó­hanns.

Lá ekki á skoðun sinni

Lá Gulstad ekki á skoðun sinni varðandi þetta í sam­tali við mbl.is að kvöldi dóms­dags og sagði þá: „Hann [Gunn­ar Jó­hann] er hins veg­ar ósam­mála mati dóms­ins á að þeirri óvissu, sem um þetta atriði [hvort skot hafi hugs­an­lega hlaupið af án þess að tekið hafi verið í gikk hagla­byss­unn­ar] rík­ir, sé beitt hon­um í óhag.

Það sem einnig veg­ur hér þungt er að um­bjóðandi minn tók aldrei meðvitaða ákvörðun um að fara inn í þess­ar aðstæður hefði hann á þeim tíma sjálf­ur talið að hálf­bróðir hans hlyti bana af.

Bjørn Andre Gulstad og Gunnar Jóhann Gunnarsson ræða við mbl.is …
Bjørn Andre Gulstad og Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son ræða við mbl.is í fang­els­inu í Vadsø við aðalmeðferð máls­ins í sept­em­ber. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Rétt­in­um tókst ekki að sýna fram á, sem þó telst eðli­legt í saka­mála­rétt­ar­fari, að um­bjóðandi minn hefði tekið þá ákvörðun að fremja verknaðinn hefði hann grunað eða vitað að hátt­semi hans hefði and­lát í för með sér.“

Norðurn­orsku miðlarn­ir iF­inn­mark og Finn­mar­ken, sá fyrri í læstri áskrift og hinn dag­blað, greina frá aðkomu Mel­ing og hafa eft­ir Gulstad, að ein­ing ríki með þeim Mel­ing um að laga­bók­stafn­um hafi verið rang­lega beitt við dóms­upp­kvaðning­una fyr­ir Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø í haust sem leið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert