Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna elds í Sorpu í Álfsnesi.
Tvær stöðvar eru á staðnum að sögn varðstjóra og er töluvert mikill eldur í dekkjakurli á stöðinni. Unnið er að slökkvistarfi.
Fréttin hefur verið uppfærð en fyrst kom fram að eldurinn væri í Sorpu Gufunesi en hið rétta er Álfsnes.