Golfboltinn sleginn um gular grundir við Korpúlfsstaði

Golf spilað á Korpúlfsstaðavelli.
Golf spilað á Korpúlfsstaðavelli. mbl.is/Árni Sæberg

Talsvert hefur verið um að kylfingar hafi leikið golf á völlum sunnan- og suðvestanlands undanfarnar vikur.

Árstíminn segir ekki allt og nokkrir dagar hafa verið eins og að vorlagi. Þannig var umhorfs á Korpúlfsstöðum í vikunni er þessi vaski hópur æfði sveifluna í góðum félagsskap og sló boltann um gular grundir.

Á síðasta ári sló golfiðkun víða met og kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú. Síðasta sumar voru tæplega 20 þúsund manns skráðir í golfklúbba víða um land, en margir iðka íþróttina án þess að vera félagar í golfklúbbum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert