Vegna elds í Sorpu í Álfsnesi liggur reykur í átt að Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru hvattir til að loka gluggum. Slökkvistarf er í gangi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkviliðið var í morgun kallað út vegna elds sem hafði orðið í dekkjakurli á stöðinni.