Nokkur flutninga- og póstþjónustufyrirtæki hafa á grundvelli lögfræðiálits kallað eftir fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hyggjast þau leita réttar síns vegna þess sem þau telja ólögmæta háttsemi Íslandspósts og „stórkostlegt sinnuleysi“ Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS).
Óánægja fyrirtækjanna lýtur að gjaldskrá Íslandspósts sem fyrirtækin telja brjóta í bága við póstlög sem öðluðust gildi samhliða því að einkaréttur fyrirtækisins að póstþjónustu var endanlega afnuminn í árslok 2019, að því er fram kemur í Morgunblaðin í dag.