Mál Sjó­la­skipa­systkina send aftur í hérað

Landsréttur hefur snúið við öllum frávísunarúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli …
Landsréttur hefur snúið við öllum frávísunarúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli héraðssaksóknara gegn systkinunum sem oftast eru kennd við Sjólaskip. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur snúið við öllum frávísunarúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli héraðssaksóknara gegn systkinunum sem oftast eru kennd við Sjólaskip. 

Mál­in voru upp­haf­lega fimm tals­ins gegn systkin­un­um fjór­um, þeim Ragn­heiði Jóns­dótt­ur, Berg­lindi Jóns­dótt­ur, Har­aldi Reyni Jóns­syni og Guðmundi Stein­ari Jóns­syni. Í mál­un­um gegn þeim var þeim gert að sök að hafa staðið skil á efni­lega röng­um fram­töl­um.

Auk þess voru bræðurn­ir ákærðir sam­an í einu máli sem varðar er­lend fé­lög á Kýp­ur og Bel­ize sem að út­gerð þeirra á vest­ur­strönd Afr­íku er sögð hafa verið rek­in í gegn­um. Það er byggt á því að raun­veru­leg stjórn þess­ara fé­laga hafi verið á Íslandi og bræðurn­ir því borið skatt­skyldu hér á landi en ekki er­lend­is – þeir hafi því van­fram­talið þrjá millj­arða króna á ár­un­um 2006 til 2007.

Mál­in þrjú gegn bræðrun­um voru svo sam­einuð í eitt mál og voru frávísunarúrskurðir héraðsdóms því þrír talsins. Málunum var vísað frá í júlí á síðasta ári. 

Þeim ákæru­liðum sem sneru að meint­um skil­um á efn­is­lega röng­um fram­töl­um var vísað frá héraðsdómi á grund­velli Ne bis in idem reglu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem legg­ur bann við tvö­faldri refs­ingu fyr­ir sama brot. Landsréttur segir í dómi sínum vegna frávísunar á máli bræðranna tveggja þann 22. desember, að málsmeðferðin í máli bræðranna hefði ekki brotið gegn umræddum viðauka í Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá uppfyllti ákæran kröfur um skýrleika þannig að þeir gætu tekið afstöðu til hennar og haldið uppi vörnum. Mál systranna voru send aftur í hérað af Landsrétti um miðjan nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert