Mikill eldur en stjórn á aðstæðum

Mikill eldur var í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í morgun. Stöðvarstjóri segir að töluverður hiti hafi verið í lífrænum úrgangi á svæðinu undanfarna daga en varnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir stærri eld. Mikil lykt er á svæðinu sem leggur yfir Mosfellsbæ en náðist að slökkva eldinn undir hádegi.

Starfsmenn á vinnuvélum unnu að því í morgun þegar mbl.is var á staðnum og eins og sjá má í myndskeiðinu var um mikinn eld að ræða en vel gekk að grafa yfir hann. Eiður segir þó að engin hætta hafi verið á ferð. „Menn taka þó alltaf ákveðna áhættu þegar verið er að berjast við eld.“

Þetta var þó ekki stærsti eldur þessarar tegundar sem komið hefur upp í stöðinni en snemma árs 2016 kom upp meira bál á svæðinu en þá var vindáttin hagstæðari. Mikil lykt hefur verið á svæðinu að undanförnu vegna hitans sem myndaði og efnahverfa í haugunum en gert er ráð fyrir að hætta urðun á Álfsnesi árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert