Óperan sýknuð af kröfum um vangoldin laun

Þóra Einarsdóttir.
Þóra Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Íslensku óperuna í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði gegn óperunni vegna vangoldinna launa. Málskostnaður var felldur niður.

Málið snýr að verkinu Brúðkaup Fígarós sem Íslenska óperan frumsýndi í september 2019. Nokkrir söngvarar kvörtuðu undan því sem þeir sögðu óhóflegu vinnuálagi og leituðu til stéttarfélags vegna þess.

Þóra kveðst vera meðlimur í FÍH, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, og vísaði af þeim sökuð í kjarasamning FÍH við Óperuna.

Óperustjóri sagði hins vegar að kjarasamningur Íslensku óperunnar og FÍH hafi aðeins gilt þegar söngvarar voru fastráðnir við óperuna, sem þeir eru ekki lengur.

Staðfesti að verksamningar voru bindandi fyrir báða aðila

Í yfirlýsingu frá Íslensku óperunni segir að dómurinn staðfesti að verksamningar voru bindandi fyrir báða aðila og farið að lögum við gerð þeirra.

Óperan telur mikilvægt að horfa framtíðar og hyggst á komandi misserum efna til samtals við fulltrúa söngvarastéttarinnar um hvernig samningagerð verði best háttað í tengslum við uppfærslur Íslensku óperunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert