Seint í gærkvöld barst tilkynning um að fjárfestingafélagið Strengur hefði keypt 9 milljónir hluta í olíufélaginu Skeljungi á genginu 10,4 og 10,5.
Komu þau viðskipti til viðbótar við milljarða uppkaup hópsins á bréfum í félaginu sem ráðist var í þegar ljóst var að lífeyrissjóðir höfðu neitað að taka yfirtökutilboði Strengs í félagið. Var viðmiðunargengi í tilboðinu 8,315.
Með síðustu viðskiptum kvöldsins tryggði Strengur sér meirihluta í félaginu eða atkvæðisrétt yfir 50,06% hlutafjár að teknu tilliti til eigin hluta félagsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.