Þegar ný lög sem banna verslunum sölu á plastpokum tóku gildi sat Fríhöfnin uppi með tæplega árs birgðir af pokum merktum fyrirtækinu.
Fyrirtækið hefur náð samkomulagi við Pure North Recycling í Hveragerði um að pokarnir verði endurunnir. Verð þeir því bræddir upp og breytt í plastperlur sem aftur verða seldar í aðrar plastvörur. Fríhöfnin telur að pokarnir séu á bilinu 600- 800 þúsund talsins.