Enn eitt sjúkraflutningamet slegið

Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningafólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins undanfarna mánuði.
Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningafólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins undanfarna mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 166 boðunum í sjúkraflutninga síðasta sólarhring, en samkvæmt færslu er um að ræða enn eitt metið og hefur álagið aldrei verið meira en í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. „Það að setja met er ekki eitthvað sem við sækjumst eftir.“

119 sjúkraflutningar voru á dagvaktinni í gær og 47 á næturvaktinni.

Um var að ræða 33 forgangsverkefni og níu COVID-19-flutninga. „Eins og þessi verkefni hafi ekki verið næg þá vorum við með tvær stöðvar í eldi í Álfsnesi í rúma 4 tíma í gær,“ stendur í færslu slökkviliðsins.

„Þessir dagar eru ansi þungir og reyna verulega á alla okkar starfsemi.“

 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert