Kyrrsetningar krafist á Bræðraborgarstíg

Bruninn hræðilegri á Bræðraborgarstíg í sumar.
Bruninn hræðilegri á Bræðraborgarstíg í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðbrand­ur Jó­hann­es­son, lögmaður þeirra sem bjuggu á Bræðra­borg­ar­stíg 1 sem og aðstand­enda þeirra sem lét­ust í brun­an­um þar í sum­ar, hef­ur farið fram á kyrr­setn­ingu á eign­un­um Bræðra­borg­ar­stíg eitt og þrjú, eða sölu­verðmæti þeirra. Þetta staðfesti hann í sam­tali við mbl.is í dag. 

Gerð þess efn­is verður tek­in fyr­ir í næstu viku hjá sýslu­manni og verður þá staðfest eða hafnað. Verði gerðin staðfest þarf að höfða staðfest­ing­ar­mál fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur inn­an viku frá því gerðinni lauk. Í sama dóms­máli yrðu skaðabóta­kröf­ur um­bjóðenda Guðbrands tekn­ar fyr­ir. 

Hús­in til­heyra fyr­ir­tæk­inu HD-verk og er kyrr­setn­ing­ar­kraf­an gerð til að tryggja fulln­ustu skaðabótakrafn­anna. 

Um­bjóðend­ur Guðbrands telja sautján manns. Um er að ræða fólk sem varð fyr­ir lík­ams- og eigna­tjóni við brun­ann og aðstand­end­ur þeirra sem lét­ust. Skaðabótakraf­an er upp á tugi millj­óna. 

Guðbrand­ur lagði skaðabóta­kröf­ur fram í haust fyr­ir hönd sömu um­bjóðenda gagn­vart aðilan­um sem ákærður er fyr­ir að hafa kveikt í hús­inu. Sam­kvæmt und­ir­mats­gerð er hann met­inn ósakhæf­ur en beðið er yf­ir­mats. Guðbrand­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að þrátt fyr­ir að það yrði end­an­leg niðurstaða gætu um­bjóðend­ur hans átt skaðabóta­rétt sam­kvæmt Jóns­bók, nán­ar til­tekið mann­helg­is­bálk kafla 8 um óðs manns víg. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert