Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið ekki geta upplýst hversu miklar bætur það fær frá flugvélaverksmiðjunum Boeing vegna kyrrsetningar Max-þotnanna.
Fram kom í umfjöllun Financial Times að upphæðin skiptist í 244 milljónir dala í sektir, 1,8 milljarða dala til flugfélaga og 500 milljónir dala í sjóð til fjölskyldna fórnarlamba tveggja flugslysa.
Nánar tiltekið gerir Boeing samkomulag við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem felur í sér að ekki verður af sakamálameðferð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.