Beðið eftir gerðardómi

Tekist er á um ýmislegt í kjaraviðræðunum, þar á meðal …
Tekist er á um ýmislegt í kjaraviðræðunum, þar á meðal ferðafríðindi flugvirkja Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samningstilboð félagsins hafa fengið dræmar undirtektir hjá samninganefnd ríkisins.

Félagið lagði fram drög að heildstæðum kjarasamningi fyrir flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands en lög gegn verkfallinu kveða á um að málið skuli hafa verið lagt fyrir gerðardóm hinn 4. janúar.

„Þau eru heldur fátækleg, viðbrögðin við drögunum að kjarasamningnum,“ segir Guðmundur. Einhverjar umræður hafi skapast en þær hafi ekki komist á skrið.

Verkefni gerðardóms er að skera úr um hvort tenging milli kjarasamninga flugvirkja Landhelgisgæslunnar og flugvirkja Icelandair skuli vera óbreytt eða hvort henni verði breytt og þá á hvaða formi nýir kjarasamningar þyrftu að vera, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert