Rætt við fleiri en Pfizer

Glös með bóluefninu frá Biontech og Pfizer við kórónuveirunni.
Glös með bóluefninu frá Biontech og Pfizer við kórónuveirunni. AFP

Viðræður hafa átt sér stað við fleiri lyfjafyrirtæki um aðkomu að tilraunaverkefni þar sem um 60% fullorðinna hér á landi yrðu bólusett. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Viðræður við lyfjarisann Pfizer eru lengst komnar og mun ráðast í vikunni hvort þær beri árangur. Eins og áður hefur komið fram er um að ræða verkefni þar sem kannað er hvort hægt sé að ná svokölluðu hjarðónæmi hjá heilli þjóð. Bólusetning ætti ekki að taka nema eina til tvær vikur. Markmið verkefnisins væri að fá upplýsingar sem gætu nýst við bólusetningu annars staðar í heiminum.

Greint var frá því í gær að Ísraelar hefðu samþykkt að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum Pfizer. Ekki er þó talið líklegt að samkomulag um það verkefni hafi áhrif á viðræður Íslands. Að því er Morgunblaðið kemst næst er tilraunaverkefni Ísraels af öðrum toga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra enn vænta þess að stór hluti Íslendinga verði bólusettur fyrir mitt ár. Eðlilega finnist fólki óvissan erfið en hún bætir við að umræðan í löndunum í kring sé keimlík þeirri sem á sér stað hér. Síbreytilegt umhverfi bóluefnaframleiðslu þokist þó aðeins í jákvæða átt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert