Tillögur að bættri barneignarþjónustu

Íslendingum fjölgar.
Íslendingum fjölgar. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur að bættri barneignarþjónustu, með áherslu á að auka samþættingu milli meðgönguverndar, fæðingarhjálpar og þjónustu við konur í sængurlegu, hefur skilað ráðherra tillögum sínum.

Tillögurnar taka mið af áherslum heilbrigðisstefnu og fela í sér framtíðarsýn til ársins 2030. Niðurstaða starfshópsins felur í sér áherslu á samþættingu þjónustunnar með teymis- og samvinnu þar sem sérþekking mannauðsins er nýtt til hins ýtrasta, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Starfshópurinn leggur áherslu á að barneignarþjónusta eigi að vera samfellt þjónustuferli þótt þjónustan sé veitt á mismunandi stöðum og á mismunandi stigum heilbrigðisþjónustu. Meðal tillagna hópsins er að skilgreint verði eitt eða fleiri stöðugildi héraðsljósmóður með vaktþjónustu í dreifðari byggðum þar sem ekki er fæðingarþjónusta, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert