Tímafrekt og vandasamt að koma fólki í farsóttarhús

Lögregla fylgir einstakling í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg.
Lögregla fylgir einstakling í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Ljósmynd/Lögreglan

Undanfarið hefur verið þó nokkuð um það að einstaklingar brjóti sóttkví að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Í færslu lögreglunnar á Facebook kemur fram að það sé bæði tímafrekt og vandasamt verk að ná í einstaklinga sem brjóta sóttkví og koma þeim í farsóttarhús. 

„Við þurfum að huga vel að sóttvörnum, klæða okkur í hlífðargalla og fara mjög varlega í flutningum sem þessum,“ segir í færslunni.  

Undanfarið hefur verið þó nokkuð um að fólk sé að brjóta sóttkví sem það á að vera í. Það kemur þá oftast í okkar hlut...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Mánudagur, 11. janúar 2021

Árið 2020 voru tæp­lega 1.200 til­kynn­ing­ar vegna grun­semda um brot gegn gild­andi reglu­gerðum um sótt­varn­ir, sótt­kví eða ein­angr­un skráðar hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert