Yfirvöld í borginni skorti vilja

Hótel við Austurvöll.
Hótel við Austurvöll.

Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og forstjóri Center Hotels, segir að Reykjavíkurborg virðist skorta vilja til að koma til móts við fyrirtæki í hótelrekstri og segir afstöðu hennar gegn frestun fasteignagjalda vera afar íþyngjandi.

Greint var frá því í Morgunblaðinu á laugardag að fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar hefði lagst gegn hugmyndum um frestun fasteignagjalda til að koma til móts við fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum, sem fram komu í drögum að frumvarpi sveitarstjórnarráðherra. Samband íslenskra sveitarfélaga hafði aftur á móti lýst yfir stuðningi við drögin.

„Mér er alveg fyrirmunað að skilja þessa afstöðu borgarinnar, ef ég segi alveg eins og er,“ segir Kristófer í samtali við Morgunblaðið. „Þeir virðast tína til allt sem mögulegt er gegn þessu, en það skortir bara greinilega viljann hjá borginni.“

Kristófer segir að sveitarfélögin, sem til þessa hafi staðið til hliðar á meðan ríkið veitti fyrirtækjum aðstoð, sjái nú leið til að flýta fyrir viðspyrnunni. „En Reykjavík leggst gegn því,“ segir hann. „Mér finnst andinn í umsögninni vera þannig að þeir vilji ekki vera með, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert