Fyrstu skammtar frá Moderna komnir í hús

Bóluefni Moderna mætir í húsnæði Distica í Garðabæ.
Bóluefni Moderna mætir í húsnæði Distica í Garðabæ. mbl.is/Árni Sæberg

Tólf hundruð skammtar af bóluefni bandaríska fyrirtækisins Moderna komu til landsins með fraktvél Icelandair snemma í morgun. Efnið var flutt af Keflavíkurflugvelli af TVG-Zimsen í húsnæði Distica í Garðabæ. 

Bólu­efnið geym­ist við hærri hita en Pfizer-efnið sem þarf að vera í um -70 gráðum. Bólu­efni Moderna geym­ist hins ­veg­ar við 15-20 gráða frost sem ein­fald­ar flutn­ing þess um­tals­vert.

Færri skammt­ar eru í send­ingu Moderna en voru í fyrstu send­ingu Pfizer sem kom til lands­ins í des­em­ber. Um er að ræða einn kassa af bólu­efni sem inni­held­ur 1.200 skammta. 

Bólu­efni Moderna er, líkt og bólu­efni Pfizer, gefið í tveim­ur skömmt­um og eiga að líða 28 dagar á milli bólu­setn­inga.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær meira kem­ur af bólu­efni Moderna hingað til lands. Framkvæmdastjóri TVG-Zimsen sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að búist væri við sendingu frá Moderna á tveggja vikna fresti út febrúar hið minnsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert