Heilsugæslan sinnir skimunum að fyrirmælum Dana

Farþegar sem koma til Damerkur verða að hafa skilað hreinu …
Farþegar sem koma til Damerkur verða að hafa skilað hreinu sýni til þess að geta farið þangað, samkvæmt nýjum reglum sem þar hafa tekið gildi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frá laugardeginum hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið að sinna skimun á öllum þeim sem hyggjast halda til Danmerkur þar sem ný reglugerð þar í landi skyldar komufarþega til að ljúka skimun og vera lausir við smit áður en þeir koma til landsins.

Þetta staðfestir Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, í samtali við mbl.is. Tæplega 100 manns sem voru á leið til Danmerkur voru skimaðir hvorn dag, á laugardaginn og sunnudaginn, hjá heilsugæslunni. Þeir sem gangast undir þá skimun greiða fyrir hana að sögn Óskars.

„Flest er þetta fólk Íslendingar sem eru á leiðinni til Danmerkur,“ segir hann. Hann heldur því þá til haga að aðallega fari fram skimun á fólki sem kemur til landsins, út frá skimunarreglum íslenskra stjórnvalda.

Óskar vill ekki meina að álag á heilsugæsluna sé of mikið vegna þessa. „Við erum auðvitað með miklu betri möguleika á sýnatökum núna en hefur verið, það er ekki mikið smit í samfélaginu núna,“ segir hann og bætir við að skipulagning bólusetningar sé í fullum gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert