Sala þrefaldaðist árið 2020

Annasamt hefur verið hjá póstinum undanfarna mánuði.
Annasamt hefur verið hjá póstinum undanfarna mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Talsmenn tveggja netverslana segja að salan hafi aukist mikið í fyrra. Næsta víst sé að söluaukninguna megi rekja að miklu leyti til kórónuveirufaraldursins.

„Stærstu breytingarnar voru í matvörunni en þar rétt rúmlega þrefaldaðist veltan ef árið er skoðað í heild,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Meiri vöxtur var í sölu á raftækjum, leikföngum, snyrtivörum og annarri sérvöru 2020 hjá Heimkaupum en undanfarin ár. „Hjá okkur er matvaran að auki orðin stærri en sérvaran sem verður líka að teljast fréttir því við byrjuðum ekki í matnum fyrr en í lok árs 2018 en höfum verið í sérvörunni í sjö ár.“

Hann sagði að vefverslun með matvörur á Íslandi hlypi á milljörðum króna. „Nýliðið ár kom mjög vel út hjá okkur. Við sáum bæði aukna sölu á vörum og aukningu í sölu á þjónustu eins og dekri, hóteltilboðum og ýmissi afþreyingu,“ sagði Sindri Reyr Smárason, sölustjóri hjá Hópkaupum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert