Skipulag í Úlfarsárdal verði óbreytt

Horft yfir skipulagssvæðið, en reiturinn sem á að breyta er …
Horft yfir skipulagssvæðið, en reiturinn sem á að breyta er M22 eins og aðstandendur undirskriftasöfnunar hafa hér merkt inn. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 900 manns hafa skráð sig í undirskriftasöfnun þar sem mótmælt er breytingum á skipulagi í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á dögunum stendur til að á reit milli verslunar Bauhaus og efstu íbúðarhúsa í Úlfarsárdal verði þrifaleg atvinnustarfsemi. Þar er átt við rýmisfrekar verslanir, léttan iðnað og verkstæði; alls 200 þúsund fermetra. Tekið er fyrir íbúðarhúsnæði, gistiþjónustu og matvöruverslanir. Skv. gildandi deiliskipulagi frá 2013 er hins vegar gert ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu.

„Byggðin á þessu svæði öðlast allt annan svip verði aðalskipulagi þessa svæðis breytt,“ segir Björn Ingi Björnsson, formaður Íbúasamtaka Úlfarsárdals, í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að umrætt svæði snúi mót suðri og sól og sé síðasti óbyggði reiturinn í Reykjavík þar sem staðhættir séu slíkir.

„Síðustu ár hefur verið mikil uppbygging í Úlfarsárdal. Dalskóli er tilbúinn, verið er að byggja menningarmiðstöð og sundlaug auk þess sem uppbygging fyrir aðstöðu Fram er langt komin. Mikilvægt er að þessir innviðir nýtist,“ segir formaðurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert