Ásmundur fer fram í Reykjavík norður

Ásmundur Einar Daðason býður sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ásmundur Einar Daðason býður sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. mbl.is/Árni Sæberg

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráherra, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi þingkosningar 25. september. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hans rétt í þessu.

Fyrir er hann oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi þar sem Framsókn hefur tvo þingmenn og er næststærsti flokkurinn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður náði Framsókn ekki manni inn í síðustu Alþingiskosningum.

Ásmundir segir ákvörðunina tekna að vel ígrunduðu máli.

„Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert