Myndband af átökunum í dreifingu

Myndband af átökum í Borgarholtsskóla í dag er komið í dreifingu. Sex voru fluttir á slysadeild vegna átakanna. Varað er við meðfylgjandi myndskeiði en þar sést ungur úlpuklæddur maður berja frá sér ítrekað með hafnaboltakylfu.

Höggin dynja sum á öðrum í myndbandinu. 

Árásin virðist vera tilefnislaus og gera kennarar tilraun til að skerast í leikinn. 

Enginn hnífur sést í myndbandinu en þar heyrist kallað: „hnífur, hnífur!“

Um klukk­an 13 í dag barst lög­reglu til­kynn­ing um átök­in. Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir í sam­tali við mbl.is að til­kynnt hafi verið um ein­hvern vopna­b­urð.

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert