Skíðasvæði landsins verða opnuð í dag

Lyftur verða opnaðar. Þær voru síðast opnar 20. mars 2020.
Lyftur verða opnaðar. Þær voru síðast opnar 20. mars 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leyft verður að opna lyfturnar á skíðasvæðum landsins í dag, samkvæmt nýrri sóttvarnareglugerð. Samtök skíðasvæða á Íslandi fagna því í tilkynningu að loks sé hægt að opna þrátt fyrir að opið verði með verulegum takmörkunum. Síðasti opni dagur í skíðalyftum landsins var 20. mars 2020.

„Skíðasvæðin á Norðurlandi eru líkegust til að hafa nógan snjó til að geta opnað nú. Það er líka nægur snjór á göngusvæðinu okkar á Seljalandsdal,“ segir Hlynur Kristinsson, formaður Samtaka skíðasvæða á Íslandi og forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Öll skíðasvæði landsins sem eru í rekstri, alls tíu, eru í Samtökum skíðasvæða á Íslandi.

Helstu takmarkanir eru þær að öll skíðasvæði verða opnuð með 50% afköstum. Útfærsla verður mismunandi eftir skíðasvæðum en takmörkunin hefur það í för með sér að gestir geta ekki lengur ákveðið, með stuttum fyrirvara, að skella sér á næsta skíðasvæði. „Gestir eru beðnir að kynna sér aðstöðu í fjallinu áður en lagt er af stað til að ganga úr skugga um að ekki sé „uppselt“ á svæðin,“ segir í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert