Tæknivæðing hjá þjóðkirkjunni í stað mótþróa

Munkaþverárkirkja.
Munkaþverárkirkja. mbl.is/Sigurður Bogi

Þjóðkirkjan mun ekki kalla fólk til messu í dag þrátt fyrir rýmri samkomutakmarkanir. Staðan verður tekin á nýjan leik þegar næsta reglugerð yfirvalda verður kynnt.

Þetta segir Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. „Það er ekkert rými til þess að kalla fólk til messu,“ segir hann um stöðuna sem er uppi núna.

Kaþólska kirkjan hefur aftur á móti ákveðið að bjóða upp á opinberar messur fyrir 20 manns frá og með deginum í dag. Í tilkynningu segir kirkjan enn fremur að það ætti að vera hægt að leyfa 100 manns við venjulega messu í ljósi þess að sami fjöldi má nú vera við útfarir.

Í stað þess að kalla fólk til messu hafa margar kirkjur þjóðkirkjunnar boðið fólki upp á að koma á sunnudögum og eiga stund með presti, organista og starfsfólki á staðnum, innan samkomutakmarkana. Ekki er beint litið á þetta sem kyrrðarstund heldur leið fyrir fólk til að fara í kirkjuna, njóta og fylla upp í ákveðið gat, segir Pétur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert