Tæplega 93 þúsund stafræn ökuskírteini

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæp­lega 93 þúsund sta­f­ræn öku­skír­teini eru kom­in í um­ferð hér á landi. Reglu­gerð sem heim­il­ar sta­f­ræn öku­skír­teini var samþykkt síðasta sum­ar. 

Í til­kynn­ingu frá Sta­f­rænu Íslandi kem­ur einnig fram að 192.334 ferðagjaf­ir stjórn­valda hafi verið sótt­ar, en ferðagjöf­in hef­ur verið fram­lengd til 31. maí þessa árs. Hafa nú verið sótt­ar 961 millj­ón­ir króna af þeim 1,5 millj­örðum sem gert var ráð fyr­ir til ferðagjaf­ar í fjár­auka­lög­um síðasta árs. 

Alls hafa tæp­lega 1.300 um­sókn­ir um stuðningslán borist stjórn­völd­um, sam­tals upp á 10,7 millj­arða króna, en heim­ild til stuðningslána hef­ur einnig verið fram­lengd til 31. maí. 

Í lok árs var hlut­fall ra­f­rænna saka­vott­orða komið í 68% og hlut­fall bús­for­ræðis­vott­orða komið í 37,8%. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert