Árásin sem framin var í Borgarholtsskóla í hádeginu er án efa það alvarlegasta sem upp hefur komið í íslensku skólastarfi að mati Ársæls Guðmundssonar, skólameistara skólans. „Stór eggvopn“ hafi verið á lofti og bareflum hafi verið beitt. Framundan sé alvarleg umræða um öryggismál í skólum.
Starfsfólk og nemendur séu í áfalli eftir atburðarásina sem varð til þess að sex manns voru flutt á bráðamóttöku Landspítalans. Í myndskeiðinu er rætt við Ársæl skömmu eftir að hann fundaði með starfsfólki skólans í dag.