Villta vesturs ástand við öflun bóluefnis

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur að það vinni ekki gegn Íslandi við öflun bóluefnis hve vel hafi gengið að halda Covid-19 faraldrinum niðri. Hins vegar sé ljóst að óróleiki sé vaxandi meðal þjóða heims og eins konar villta vesturs stríðástand ríki þegar kemur að því að afla bóluefnis sem fyrst.

Eins og stendur er eina leið Íslands til að afla sér bóluefni tryggður í samningi Lyfjastofnunar Evrópu. Dreifist bóluefni jafnt eftir höfðatölu. Ekki sé að sjá að lönd sem séu í mestu vandræðunum séu að fara fram fyrir í röð.

„Hins vegar má alveg færa rök fyrir því að ef faraldur er í mikilli uppsveiflu í einhverju landi þá sé þörfin mest þar,“ segir Þórólfur.

Nú má segja að þið sem eruð í forsvari fyrir öflun bóluefnis séu komnir á svið alþjóða pólitíkur. Má líkja ástandinu við villta vestrið þar sem hver er sjálfum sér nær?

Kapphlaup virðist vera um að komast yfir bóluefni.
Kapphlaup virðist vera um að komast yfir bóluefni. AFP

 

„Já ég held að ástandið sé svolítið þannig. Menn hafa reynt að bindast samtökum til að reyna að losna við þetta villta vesturs stríðsástand þar sem allir eru að troðast. Menn eru hins vegar órólegir þar sem framboðið er minna en vonast var eftir og eru farnir að leita annarra leiða. Svo eru þjóðir eins og Bandríkin og Bretar sem eru að semja sjálfir. Manni sýnist sem svo að menn séu að beita öllum brögðum til að ná í sem mest bóluefni. Það er óróleiki í Evrópu og Norðulöndum þar sem mörgum finnst ganga hægt að fá bóluefni en hve mikið löndin eru að beita sér fyrir utan samningana sem eru í gildi veit ég ekki,“ segir Þórólfur. 

Erum við að beita öllum okkar tiltæku ráðum?

„Í grunninn erum við að fylgja þessum samningum Evrópusambandsins en við höfum líka boðið upp á rannsókn sem myndi gagnast okkur jafnt sem öðrum þannig að hægt væri að bólusetja hér fyrr. Ég held að það sé heiðarleg tilraun og að leggja eitthvað til málanna án þess að vera að reyna að troðast og heimta meira,“ segir Þórólfur.

Að sögn Þórólfs hafa engin svör fengist frá Pfizer enn um boð Íslands um að vera eins konar rannsóknarland þar sem árangur bóluefnisins sé metinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert