Efla íslenskunám í fjölþjóðlegu Fellahverfi

Reykjavík er fjölmenningarborg og samfélagið breytist hratt
Reykjavík er fjölmenningarborg og samfélagið breytist hratt mbl.is/Sigurður Bogi

„Að hafa íslenskuna vel á valdi sínu er lykill að dyrum samfélagsins og forsenda þess að draumar fólks og óskir verði að veruleika,“ segir Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla í Reykjavík.

„Með góðum námsárangri eykst sjálfstraust og þannig opnast tækifærin. Undirstaða þessa alls er góð íslenskukunnátta sem við leggjum nú allt okkar í að efla og þar er allt skólasamfélagið hér í Fellunum með okkur í liði.“

Íslenska tunga og sterkari sjálfsmynd er inntak verkefnis sem nú hefur verið hleypt af stokkunum í Fellahverfi í Breiðholti í verkefni sem spanna mun þrjú ár. Skólafólk og nemendur skólanna í Fellum vinna saman að því að efla íslenskukunnáttu og er mikið lagt undir. Ráðuneyti mennta- og velferðarmála ásamt Reykjavíkurborg eru jafnframt þátttakendur í þessu mikilvæga starfi.

„Við munum nálgast markmiðin úr ýmsum áttum. Númer eitt er að efla málþroska og læsi og breyta starfsháttum í leik- og grunnskólum og frístundaheimili hverfisins. Við hér í Fellaskóla erum til dæmis komin í samstarf við leikskólana Holt og Ösp og frístundaheimilið Vinafell um að bæta námsárangur og líðan nemenda. Við teljum til mikils að vinna,“ segir Helgi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert