Fjórar konur í fimm efstu hjá Samfylkingunni

Frá síðasta landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá síðasta landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragna Sig­urðardótt­ir, Kristrún Frosta­dótt­ir, Helga Vala Helga­dótt­ir, Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir og Jó­hann Páll Jó­hanns­son voru fimm at­kvæðamestu fram­bjóðend­urn­ir í fram­boðskönn­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík sem fram fór skömmu fyr­ir jól. 

Frétta­blaðið sagði fyrst frá sam­kvæmt heim­ild­um sín­um. Heim­ild­ir mbl.is staðfesta þetta.

Ágúst ekki í topp­sæti

Ágúst Ólaf­ur Ágúst­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík og odd­viti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður hlaut ekki eitt topp­sæt­anna í fram­boðskönn­un­inni. Ólík­legt verður að telj­ast að hann verði of­ar­lega á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um. 

Ekk­ert í regl­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar bann­ar að tvær kon­ur skipi tvö efstu sæti á fram­boðslist­um en lög flokks­ins um val á fram­boðslista taka skýrt á kynj­a­regl­um.

Næstu fund­ur nefnd­ar­inn­ar er um helg­ina og mögu­legt er að lok­aniðurstaða geti legið fyr­ir eft­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert