Mastur í Hvalnesskriðum, sem á voru tvær myndavélar og þrjár sólarsellur, brotnaði í ofsaveðri sem gekk yfir austanvert landið á laugardaginn.
Fjölmörg umferðarskilti fuku á hliðina eða skemmdust á þessum slóðum. Tjónið er talsvert. Hviður fóru upp í 50 metra á sekúndu þegar verst lét.
Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar og birtar myndir af skemmdunum. Myndavélarnar á mastrinu eru hluti af Vegsjá Vegagerðarinnar sem er sem er safn vefmyndavéla um allt land. Þannig er hægt að fylgjast með færð og aðstæðum á vegum landsins.