Óviðunandi að lagaheimild skorti

Sig­ur­geir Sig­munds­son, yf­ir­lög­regluþjónn flug­stöðvar­deild­ar lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um.
Sig­ur­geir Sig­munds­son, yf­ir­lög­regluþjónn flug­stöðvar­deild­ar lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um. Ljósmynd/Almannavarnir

Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum hafi ekki náð fram að ganga. Kallar hann eftir skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þarf. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi almannavarna í dag.

Vísaði Sigurgeir þar í tillögur sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til um hertar aðgerðir á landamærum, sem hefðu ekki hlotið náð fyrir augum ráðuneytisins þar sem óvissa var sögð með lagastoð fyrir þeim. Því hefði Þórólfur þurft að leggja fram tillögu „til þrautavara“ um að farið yrði fram á neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins.

Endurskoðun sóttvarnalaga var kynnt í ágúst en frumvarp hefur enn ekki verið samþykkt á alþingi. Þórólfur var sjálfur spurður út í frumvarpið á fundinum. Viðurkenndi hann að hann hefði viljað sjá breytingu á sóttvarnalögum fyrir áramót en sagðist ekki ætla að blanda sér í umræðu um pólitík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert