Sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna

Fjölmargir rekstraraðilar hafa þurft að stöðva starfsemi eða draga úr …
Fjölmargir rekstraraðilar hafa þurft að stöðva starfsemi eða draga úr henni vegna sóttvarnarreglna. mbl.is/Arnþór

Eftir að opnað var fyrir umsóknir um tekjufallsstyrki hafa 419 rekstraraðilar sótt um slíkt úrræði fyrir um 2,7 milljarða króna. Skatturinn fer með framkvæmdina og hefur þegar afgreitt 69 umsóknir.

Tekjufallsstyrkjum er ætlað að nýtast rekstraraðilum sem hafa þurft að sæta takmörkunum á rekstri vegna sóttvarnaráðstafana og er markmiðið að styðja við þau fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Yfir 3 þúsund fyrirtæki og tugþúsundir einstaklinga hafa undanfarna mánuði nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda, hvort sem um er að ræða styrki, lán eða önnur úrræði.

Um 1.200 rekstraraðilar hafa fengið lokunarstyrki fyrir 1,7 milljarða króna og þá verður bráðum hægt að sækja um viðspyrnustyrki – úrræði sem Alþingi samþykkti í desember og er ætlað er að tryggja að fyrirtæki geti haldið úti nauðsynlegri lágmarksstarfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert