Ný seiðastöð framleiðir stórseiði

Verktakar eru að reisa átta risastór ker í nýrri seiðastöð …
Verktakar eru að reisa átta risastór ker í nýrri seiðastöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri.

Framkvæmdir við nýja eldisstöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri gengur vel. Stjórnarformaður félagsins vonast til að stöðin komist í gagnið á næstu mánuðum.

Jafnframt er verið að stækka klak- og seiðastöð fyrirtækisins í Rifósi í Kelduhverfi en þessar stöðvar vinna saman við að skila stórum og góðum seiðum til sjókvíaeldis.

Verið er að steypa og reisa átta stór eldisker á Kópaskeri. Að því búnu verður 30 metra langt stálgrindarhús byggt yfir kerin.

„Við höfum verið heppin með veður í vetur, það hafa komið gluggar inn á milli sem hægt hefur verið að nota til að steypa,“ segir Guðmundur Gíslason, formaður stjórnar Fiskeldis Austfjarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert