„Fyrirsjáanleikinn skiptir miklu máli og þarna sjáum við betur fram í tímann hvernig þessum málum verður háttað en við höfum gert hingað til. Ég hef því vonir um að við munum sjá ferðamannasumar hér í ár að einhverju marki.“
Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, um aðgerðir stjórnvalda á landamærum sem kynntar voru í gær. Skimun á landamærum er nú skylda. Frá og með 1. maí verða tekin varfærin skref til afléttingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum sem munu taka mið af ástandi kórónuveirufaraldursins á brottfararstað komufarþega.
Bogi Nils kveðst telja að nýjustu aðgerðir stjórnenda Norwegian Air Shuttle til bjargar flugfélaginu skapi tækifæri fyrir Icelandair. Norska lággjaldaflugfélagið mun hætta flugi milli Ameríku og Evrópu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.