Þyrlurnar lentar við Landspítalann

Alvarlegt bílslys varð á Djúpvegi í Skötufirði um tíuleytið í …
Alvarlegt bílslys varð á Djúpvegi í Skötufirði um tíuleytið í morgun. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Þyrlur Landhelgisgæslunnar lentu við Landspítalann á þriðja tímanum í dag með fólkið sem var í bifreiðinni sem hafnaði í sjónum vestan megin í Skötufirði upp úr klukkan 10 í morgun. Slysið er alvarlegt og ekki hægt að greina frá líðan fólksins að svo stöddu. 

Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi.

Tilkynning barst til lögreglunnar á Vestfjörðum klukkan 10:16 um alvarlegt umferðarslys á Djúpvegi í vestanverðum Skötufirði. Fjölmennt lið lögreglu, sjúkraflutninga og lækna, slökkviliðs og björgunarsveita var sent á vettvang auk þess sem tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og sendar á vettvang. Þá var samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð virkjuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert