Unnið að stofnun nýrra samtaka

Grenivík og horft inn Eyjafjörð.
Grenivík og horft inn Eyjafjörð. mbl.is/Sigurður Bogi

Ágreiningur innan Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna afstöðu stjórnar sambandsins til tillagna ríkisstjórnarinnar um að þvinga fram sameiningu sveitarfélaga með því að lögfesta lágmarksfjölda íbúa hefur orðið til þess að unnið er að stofnun samtaka minni sveitarfélaga.

Einn af forystumönnum þeirrar hreyfingar segir að málið sé skammt á veg komið og ekki liggi fyrir hvort nýju samtökin muni starfa innan Sambandsins eða utan, ef af stofnun þeirra verði.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti bókun um málið fyrr í vikunni og fól oddvita og sveitarstjóra að vinna áfram í samstarfi við önnur lítil sveitarfélög að því að stofna samtök minni sveitarfélaga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, að málið sé skammt á veg komið. Myndast hafi ákveðinn hópur vegna þess að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi ekki sinnt hagsmunum þessara sveitarfélaga og í raun verið að hrekja þau úr samtökunum. „Það hefur aldrei verið vilji minni sveitarfélaganna að yfirgefa Sambandið eða þurfa að standa í því að annast sína hagsmunagæslu sjálft,“ segir Þröstur og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar. Ef hins vegar stjórn haldi óbreyttri stefnu þá neyðist minni sveitarfélögin til að fara út á þessa braut.

Frá Grenivík.
Frá Grenivík. mbl.is/Margrét Þóra
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert