Einhver hálka á höfuðborgarsvæðinu

Það leynist víða hálka á fáfarnari leiðum á höfuðborgarsvæðinu og …
Það leynist víða hálka á fáfarnari leiðum á höfuðborgarsvæðinu og því betra fyrir hjólreiðafólk, gangandi og hlaupandi vegfarendur að fara varlega á meðan enn er myrkur. mbl.is/Árni Sæberg

Einhver hálka er á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Unnið er að því að salta helstu götur og stíga í Reykjavík og allar helstu leiðir orðnar vel færar innan borgarmarkanna en hálka í minni götum. Það borgar sig fyrir hjólreiðafólk, gangandi og hlaupandi vegfarendur að fara varlega á meðan enn er dimmt.

Vetrarfærð er í flestum landshlutum, hálka, hálkublettir og snjóþekja samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Það er greiðfært á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu en hálka á öðrum leiðum.

Á Vesturlandi er víða hálka eða snjóþekja og éljagangur. Flughálka er á Rauðasandsvegi og utan Þingeyrar. Eins er flughálka á kafla á Innstrandavegi en hálka, hálkublettir eða snjóþekja á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Á Austurlandi er lokað yfir Öxi og Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert