Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 82 sjúkraflutningum síðasta sólahringinn og af þeim voru 28 forgangsflutningar sem er fremur hátt hlutfall. Aftur á móti voru aðeins tvö verkefni tengd Covid-19 en ekkert smit greindist innanlands á föstudag.
Dælubílar fóru í þrjú verkefni síðasta sólahring og voru þau í smærri kantinum að því er kemur fram á Facebook-síðu slökkviliðsins í morgun.