Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa sinnt sjúkraflugi.
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Ásgeir segir að þyrlan hafi verið kölluð út síðdegis í dag að Reykhólum vegna veikinda. Ekki fengust frekari upplýsingar að svo stöddu.