Andlát: Svavar Gestsson

Svavar Gestsson.
Svavar Gestsson. mbl.is/Golli

Svavar Gests­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Þjóðvilj­ans, formaður Alþýðubanda­lags­ins, þingmaður, ráðherra og sendi­herra, lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans aðfaranótt 18. janú­ar. Svavar fædd­ist á Guðnabakka í Staf­holtstung­um 26. júní 1944, son­ur hjón­anna Guðrún­ar Valdi­mars­dótt­ur og Gests Sveins­son­ar. Svavar var elst­ur átta systkina.

Svavar rit­stýrði Þjóðvilj­an­um á ár­un­um 1971-1978, sett­ist á þing fyr­ir Alþýðubanda­lagið 1978 og var ráðherra í þrem­ur rík­is­stjórn­um, viðskiptaráðherra 1978-1979, fé­lags-, heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðherra 1980-1983 og mennta­málaráðherra 1988-1991. Svavar lét af þing­mennsku 1999 og gerðist sendi­herra til árs­loka 2009. Svavar skrifaði tvær bæk­ur, Sjón­arrönd, jafnaðar­stefn­an – viðhorf árið 1995 og sjálfsævi­sög­una Hreint út sagt árið 2012. Svavar rit­stýrði tíma­rit­inu Breiðfirðingi 2015-2019. Auk þess skrifaði Svavar ótal grein­ar í blöð og tíma­rit, aðallega um stjórn­mál.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Svavars er Guðrún Ágústs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur. Börn Svavars eru Svandís, Bene­dikt og Gest­ur og börn Guðrún­ar eru Ragn­heiður, Árni og Gunn­hild­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert