Bankasala og stjórnarskrá stórmál vorþingsins

Alþingi kemur aftur saman tilfunda í dag eftir jólaleyfi.
Alþingi kemur aftur saman tilfunda í dag eftir jólaleyfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingismenn, sem koma saman til funda að nýju í dag eftir jólaleyfi Alþingis, búast við líflegum umræðum á næstunni.

Meðal stórmála sem koma til umfjöllunar þingsins á næstunni eru frumvarp forsætisráðherra til breytinga á nokkrum ákvæðum stjórnarskrárinnar og svo fyrirhuguð sala á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.

Væntanleg bankasala verður til umfjöllunar á Alþingi strax í dag þegar Bjarni Benediktsson fjármálaherra flytur Alþingi munnlega skýrslu um málið og stöðu þess. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar telur ríkisstjórnina þurfa að undirbúa söluna á bankanum betur áður en haldið verður af stað. Mikilvægt sé að verja almannahag í ferlinu öllu. Sama máli gegni um atvinnumálin, þar sem nú sé þörf á uppbyggingu og nýsköpun eftir Covid-faraldurinn.

Á næstunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi til breytinga á stjórnarskrá, það er ákvæði sem lúta að auðlindum í þjóðareign, umhverfis- og náttúrumálum, þjóðtungunni og ýmsum atriðum varðandi framkvæmdarvaldið og embætti forseta Íslands, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka