Engu mun breytt í Úlfarsárdalnum

Úlfarsárdalur. Ekki verður hróflaðvið aðalskipulagi svæðsisins.
Úlfarsárdalur. Ekki verður hróflaðvið aðalskipulagi svæðsisins. mbl.is/Sigurður Bogi

Fallið hefur verið frá fyrirætlunum um breytingar aðalskipulags í Úlfarsárdal í Reykjavík, á þá lund að í reit milli Lambhagavegar og Skyggnisbrautar í brekku mót suðri verði rýmisfrekar verslanir, léttur iðnaður og verkstæði.

Andstaða var við þau áform meðal íbúa í Úlfarsárdal og Grafarholti og ályktað var gegn þeim í íbúaráði. Þá var í gangi undirskriftasöfnun gegn áformum um breytingu og í gær höfðu á 12. hundrað manns þar skráð sig inn.

„Það var hvatning íbúa að svæðið yrði áfram skilgreint sem blönduð byggð íbúða, þjónustu og þrifalegrar atvinnustarfsemi. Niðurstaðan er að hlusta á þær raddir og gera ekki breytingar á gildandi aðalskipulagi,“ sagði Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert