Kyrrsetningarbeiðni til dómstóla

Bruninn hræðilegi á Bræðraborgarstíg í sumar.
Bruninn hræðilegi á Bræðraborgarstíg í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðbrand­ur Jó­hann­es­son, lögmaður þeirra sem bjuggu á Bræðra­borg­ar­stíg 1 sem og aðstand­enda þeirra sem lét­ust í brun­an­um þar í sum­ar, segir fullt tilefni til að bera synjun sýslumanns um kyrrsetningarbeiðni á eignunum Bræðraborgarstíg 1 og 3 undir dómstóla og krefjast þess að hún verði felld úr gildi.

Hann segir sýslmann telja umbjóðendur sína hafa sýnt nægilega fram á að þeir eigi lögvarða kröfu gegn HD verki ehf. Hins vegar hafi HD verk ehf. lagt fram gögn um eignarstöðu félagsins sem að mati sýslumanns gaf til kynna að fullnusta krafna þeirra gæti orðið án þess að til kyrrsetningar kæmi. Þ.e. að ekki hafi verið gert nægilega sennilegt að ef kyrrsetning færi ekki fram myndi það draga mjög úr líkindum til að fullnusta krafna takist eða fullnusta þeirra verði örðugri.

Að mati sýslumanns voru skilyrði 5. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. þar að leiðandi ekki uppfyllt og synjaði hann því gerðinni.

HD verk skuldsett

Guðbrandur lagði fram fyrir hönd umbjóðenda sinna nýjasta ársreikning HD verks ehf., þar sem fram kemur að HD verk ehf. á fasteignir en er töluvert skuldsett. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2020 vegna rekstrarársins 2019, nam tap ársins 30.365.102 krónum og árið 2018 nam tapið 19.659.434 krónum. 

Bókfært virði samkvæmt nýjasta ársreikningi nemur 1.218.166.668 krónum og skuldir þess nema 1.163.408.086 krónum

Mismunur á eignum og skuldum er því um 55 milljónir króna. Skuldsetning jókst á milli ára um tæpar 159 milljónir króna en tekjur jukust einungis um rúmar þrjár milljónir. Tekjur félagsins við árslok 2019 námu 102 milljónum króna sem duga eingöngu fyrir vaxtagjöldum, afborgunum af lánum, launum og föstum gjöldum af fasteignum að sögn Guðbrands. Hann telur því ástæðu til að hafa áhyggjur af fullnustu krafna umbjóðenda sinna. 

Ekki litið til versnandi fjárhags

Hann segir sýslumann eingöngu hafa litið til eignastöðu HD verks. ehf. en ekki til þess skuldarstöðu þeirra. Sömuleiðis telur hann sýslumann ekki hafa tekið tillit til versnandi fjárhag félagsins, aukins tapreksturs og aukinnar skuldsetningar sem Guðbrandur telur að eigi að spila veigamikinn þátt við mat á skilyrðum fyrir kyrrsetningu. Hann segir fjölmörg fordæmi þess efnis frá Hæstarétti.

„Að endingu þá virðist sem umrætt sala á Bræðraborgarstíg 1 og 3, hafi heldur ekki skipti sköpum við mat sýslumanns,“ segir Guðbrandur í samtali við mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert