Lítil dreifing á breska afbrigðinu á Íslandi

Upplýsingafundur almannavarna. Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Upplýsingafundur almannavarna. Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller. Ljósmynd/Almannavarnir

Lítið samfélagslegt smit er af Covid-19 á Íslandi en hlutfall þeirra sem greinast úr einkennasýnatöku er um 0,4%. Faraldurinn er á uppleið víðast hvar í löndum í kring um okkur og kröfur sem gerðar eru til fólks sem ferðast vill á milli landa eru í einhverjum tilvikum ógerlegar. 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mælir því ekki með ferðalögum frá Íslandi nema að brýna nauðsyn beri til. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, og Ölmu D. Möller landlæknis á upplýsingafundi í dag. 

Áhersla var lögð á að ekki væri ráðlegt að ferðast á milli landa bæði vegna þess að fólk geti lent í vandræðum á vegna takmarkanna og vegna áhættu á smiti. 

Lítil dreifing á breska afbrigðinu 

Í máli Þórólfs kom fram að 43 hafa greinst með afbrigðið sem kennt er við Bretland, en þar af aðeins sjö innanlands sem öll voru nátengt smituðum sem komu til landsins. Enginn hefur greinst með afbrigði sem kennt er við Suður-Afríku né afbrigði sem kennt er við Brasilíu.

Rögnvaldur sagði í lok fundar að vísbendingar væru uppi um að upplýsingagjöf til smitrakningarteymisins ekki jafn góð og hún var í upphafi. Hann hvatti fólk til þess að vanda upplýsingagjöf til teymisins enda nái það ekki tilætluðum árangri annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert