Óttast „ódæðisverk gegn alkóhólistum“

Frá landsfundi Samfylkingarnnar síðasta haust.
Frá landsfundi Samfylkingarnnar síðasta haust. Ljósmynd/Aðsend

Birg­ir Dýr­fjörð hef­ur sagt sig úr upp­still­ing­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík vegna alþing­is­kosn­inga í haust. Hann seg­ir reynslu sína af alkó­hól­isma og van­mætti hafa litað ákvörðun­ina.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Birg­ir sendi frá sér seg­ist hann ótt­ast að Sam­fylk­ing­in fremji „ódæðis­verk gegn óvirk­um alkó­hólist­um“ með því að dæma þá van­hæfa og brottrekna með þeim rök­um að viðkom­andi sé ekki traust­ins verður vegna fyrri hegðunar í ölæði.

Sam­kvæmt frétt Frétta­blaðsins frá því í síðustu viku er þingmaður­inn Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son ekki á meðal efstu fimm í könn­un flokks­ins vegna fyr­ir­hugaðrar upp­still­ing­ar og ljóst á til­kynn­ing­unni að Birgi þykir illa vegið að Ágústi Ólafi.

Þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hlaut ekki eitt toppsætanna í framboðskönnuninni.
Þingmaður­inn Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son hlaut ekki eitt topp­sæt­anna í fram­boðskönn­un­inni.

Hann fór í leyfi frá þing­störf­um og sótti sér aðstoð vegna áfeng­is­vanda eft­ir að hann áreitti konu kyn­ferðis­lega sum­arið 2018.

Birg­ir kveðst sjálf­ur hafa viður­kennt van­mátt sinn gagn­vart áfengi fyr­ir 40 árum. Hann sé svo lán­sam­ur að hafa um­geng­ist gott fólk sem aldrei hafi núið hon­um drykkj­unni um nas­ir.

Hann kveðst ekk­ert dagsr­kár­vald hafa í upp­still­ing­ar­nefnd­inni en það hafi formaður­inn einn.

Einnig er því til að svara, að þrátt fyr­ir að í upp­still­ing­ar­nefnd sé heiðarlegt vel mein­andi og gott fólk, þá finn ég mjög fyr­ir nöpr­um næðingi heift­ar, sem ég ræð ekki við að stöðva. Ekki frek­ar en troða striga­poka upp í norðangátt­ina,“ kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Birg­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert