Sóttvarnabrot á veitingastað með fjölda gesta

Lögreglumenn að störfum.
Lögreglumenn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sótt­varna­brot átti sér stað á veit­ingastað í um­dæmi lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í Kópa­vogi og Breiðholti um sex­leytið í gær. Þar voru á fimmta tug gesta að horfa á íþróttaviðburð í sjón­varpi.

Lög­reglu­menn settu út á fjar­lægðarmörk milli borða, óskýr mörk milli hólfa á staðnum, skort á spritt­brús­um og grímu­leysi gesta.

Þriggja bíla árekst­ur varð á Reykja­nes­braut á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi. Eng­in slys urðu á fólki.

Á átt­unda tím­an­um var til­kynnt um þjófnað í versl­un í um­dæmi lög­regl­unn­ar í Grafar­vogi, Mos­fells­bæ og Árbæ. Ekk­ert kem­ur frek­ar fram um það í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Lík­ams­árás í heima­húsi

Upp úr klukk­an hálf­sex var til­kynnt um lík­ams­árás í heima­húsi í um­dæmi lög­regl­unn­ar í Aust­ur­bæ, miðbæ, Vest­ur­bæ og á Seltjarn­ar­nesi. Lög­regl­an fór á vett­vang og ræddi við báða málsaðila.

Til­kynnt var um inn­brot í fyr­ir­tæki í hverfi 108 laust fyr­ir klukk­an ell­efu í gær­kvöldi. Inn­brotsþjóf­ur­inn komst í skipti­mynt í sjóðsvél.

Á fimmta tím­an­um í nótt var til­kynnt um mann að reyna að brjóta sér leið inn í fyr­ir­tæki í miðbæ Reykja­vík­ur. Maður­inn gafst upp og kom sér í burtu. Lög­reglu­menn hand­tóku hann skammt frá vett­vangi. Maður­inn var vistaður í fanga­klefa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka